Samningaráð Starfsgreinasamband Íslands vísaði fyrr í vikunni kjaradeilu sinni við SA til ríkissáttasemjara. Viðræður SGS við SA hafa engu skilað og því er kallað eftir aðkomu ríkissáttasemjara. Starfsgreinasambandið kynnti SA kröfur sínar í kjaraviðræðunum 26. janúar sl. en þeim höfnuðu Samtök atvinnulífsins strax sama dag. Kröfur SGS eru þessar:
Meginkröfur Starfsgreinasambandsins eru þessar:
Gerðir hafa verið kjarasamningar við einstaka starfsstéttir undanfarnar vikur og mánuði, sem hljóta almennt að vísa launafólki veginn. Samhljómur er meðal aðildarfélaga SGS um að sú launastefna, sem hefur mótast í samfélaginu, endurspeglist í kjarasamningum SGS við Samtök atvinnulífsins.