Á fundinum var farið yfir vinnuna sem er framundan varðandi endurnýjun kjarasamninga á almennum markaði. Samningaráð lagði fram tillögu að skipulagi sem samþykkt var samhljóða á fundinum. Einnig ræddu fundarmenn mögulegt samstarf, launakröfur, tímalengd samninga o.fl. Á næstu vikum og mánuðum mun nefndin og hópar á vegum hennar undirbúa sig vel fyrir samningana sem framundan eru, en ljóst þykir að launafólk gerir miklar væntingar til viðræðnanna sem framundan eru.
Þess má geta að kjarasamningar SGS og SA renna út þann 28. febrúar næstkomandi sem og allir sérkjarasamningar sambandsins.