Samninganefnd ASÍ og framkvæmdastjórn SA funda

Myndin er af vef ASÍ
Myndin er af vef ASÍ

Fyrsti formlegi samningafundur samninganefndar ASÍ og framkvæmdastjórnar SA fór fram hjá ríkissáttasemjara í dag. Það var samninganefnd ASÍ sem óskaði eftir fundinum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, fór yfir þau samtöl sem verkalýðshreyfingin hefur átt við stjórnvöld og hvernig Alþýðusambandið sér fyrir sér framhald viðræðnanna næstu mánuði.

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, lagði áherslu á að halda einfaldleika næstu samninga í ljósi þess að þeir verða til skamms tíma. Hins vegar verði tíminn fram til næsta hausts notaður til að búa í hæginn fyrir næstu samninga. Báðir aðilar voru sammála um að nálgast komandi viðræður út frá nýju viðræðumódeli sem m.a. var fjallað um í skýrslu sem kynnt var í vor og byggir á hinu norræna kjaraviðræðnamódeli.