Eining-Iðja hefur boðað til sín trúnaðarmenn félagsins á fundi í vikunni þar sem farið verður yfir gildandi kjarasamninga og þeir samlesnir. Tilefni þessara funda er að undirbúa komandi kröfugerð félagsins fyrir samningana í haust.
Kl. 9:00 í morgun hófst yfirferð á almenna kjarasamningnum og lýkur þeim fundi kl. 16. í dag. Milli kl. 16:30 og 22:00 í kvöld verður farið yfir veitinga- og gistihúsasamninginn. Á morgun verður farið yfir sveitarfélagasamninginn milli kl. 9:00 og 16:00. Á miðvikudag milli kl. 9:00 og 16:00 verður svo farið yfir samninginn við ríkið og sama dag milli kl. 18:00 og 22:00 verður farið yfir beitningarsamninginn. Allir þessir fundir fara fram í Alþýðuhúsinu á Akureyri, nema yfirferð yfir beitningarsamninginn sem fer fram á skrifstofu félagsins á Dalvík.
Dagskrá fundarins í dag er eftirfarandi: