Í framhaldi af fréttum um ágreining milli rekstraraðila ferðaþjónustufyrirtækisins Skjaldarvíkur í Eyjafirði og Einingar-Iðju á Akureyri um erlenda starfsþjálfunarnema hefur nú tekist samkomulag milli Einingar-Iðju og Skjaldarvíkur. Starfsþjálfunarnemarir verða settir á launaskrá að sinni, á meðan unnið verður að því að afla starfsnáminu viðurkenningar. Deilum aðila er því lokið með fullri sátt.
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, segist ánægður með að ásættanleg niðurstaða sé komið í málið. „Við lýsum yfir ánægju okkar með að allir starfsmenn fyrirtækisins séu komnir á launaskrá. Við fögnum því jafnframt þegar fyrirtæki taka vel í okkar ábendingar um það sem þarf að laga eða betur má fara í starfsemi viðkomandi fyrirtækis er varðar launþegana og þeirra málefni.“