Betri vinnubrögð – aukinn ávinningur
Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu í dag undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Með samkomulaginu er lagður grunnur að sátt á vinnumarkaði, auknu samstarfi og minni átökum. Ennfremur er stefnt að auknum efnahagslegum og félagslegum stöðugleika í landinu.
Samkomulagið er afrakstur af vinnu svokallaðs SALEK-hóps, þar sem eiga sæti helstu viðsemjendur á almennum og opinberum vinnumarkaði. Undir forystu ríkissáttasemjara hefur hópurinn unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi til að tryggja atvinnulífinu stöðugleika og launafólki auknum ávinningi að norrænni fyrirmynd. Ástæður þess að aðilar eru sammála um að breytinga sé þörf eru m.a. eftirfarandi.
Samkomulagið felur í sér mörkun sameiginlegrar launastefnu til 2018 til að stöðva svokallað höfrungahlaup á vinnumarkaði, stofnað verði Þjóðhagsráðvinnumarkaðar, Seðlabanka og stjórnvalda ásamt því sem stefnt verði að nýju samningalíkani á íslenskum vinnumarkaði.
Nýtt samningalíkan gerir ráð fyrir eftirfarandi:
Aðilar samkomulagsins skuldbinda sig til þess að ljúka gerð kjarasamninga til ársloka 2018 en að þeim tíma loknum verði nýtt vinnumarkaðslíkan tekið í notkun. Að lokið verði við gerð samkomulags um jöfnun lífeyrisréttinda á almennum og opinberum vinnumarkaði. Að samið verði við stjórnvöld um efnahagslegar mótvægisaðgerðir vegna þrýstings sem höfrungahlaup á vinnumarkaði hefur valdið.
Forystufólk eftirfarandi aðila skrifuðu undir samkomulagið í Iðnó í dag: Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Samtök atvinnulífsins (SA), Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og Samninganefnd ríkisins (SNR). Samkomulagið nær til 70% launafólks sem á aðild að stéttarfélögum á Íslandi.