ASÍ stendur ásamt BSRB og BHM fyrir opnum veffundi um samkeppnismál kl. 13:00 á morgun, miðvikudaginn 19. maí, undir yfirskriftinni „Samkeppni og velsæld – hver græðir á fákeppni?“
Á fundinum mun Thomas Phillippon, prófessor í hagfræði við New York University, kynna bók sína „The Great Reversal“ þar sem hann fer yfir áhrif aukinnar fákeppni í Bandaríkjunum og hvernig sérhagsmunagæsla hefur veikt samkeppnisyfirvöld og regluverk með tilheyrandi áhrifum á lífsgæði. Þess má geta að Thomas var valinn einn af merkustu hagfræðingum yngri en 45 ára af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum árið 2014. Einnig verður á fundinum fjallað um ýmsar áskoranir sem íslenskt hagkerfi stendur frammi fyrir og tengjast samkeppnismálum. Fundarstjóri er Guðrún Johnsen, efnahagsráðgjafi VR.
Eins og áður segir hefst fundurinn kl. 13:00 og er áætlað að hann taki um eina klukkustund.
Sjá einnig facebook-viðburð fundarins.