Þann 1. maí sl. var stigið eitt stærsta skref í breytingum á vinnutíma vaktavinnufólks í hálfa öld þegar vinnuvikan var stytt um 4 til 8 klst. Ávinningurinn af þessum breytingum mun skila sér til starfsfólks og fjölskyldna þeirra, en hann mun ekki síður skila sér til launagreiðenda og þeirra sem nýta sér opinbera þjónustu.
Samfélagslegur ávinningur fyrir starfsfólk og fjölskyldur þeirra er mikill. Vegna styttingar vinnuvikunnar er starfsfólki og stjórnendum gert kleift að bæta skipulag vakta út frá öryggis- og heilsufarssjónarmiðum fyrir starfsfólk. Bætt skipulag og styttri vinnuvika mun auka frítíma starfsfólks sem leiðir af sér aukið jafnvægi vinnu og einkalífs.
Sjá nánar um samfélagslegan ávinning hér.
Þessi frétt eða fróðleikur er af kynningarvefnum betrivinnutimi.is