Um helgina fór fram mót Skákfélags Akureyrar og Einingar-Iðju sem haldið var í tilefni af aldarminningu Jóns Ingimarssonar sem m.a. var formaður Skákfélagsins og Iðju félags verksmiðjufólks um langt árabil. 22 keppendur voru mættir til leiks við setningu mótsins sl. föstudagskvöld. Þar fluttu ávörp Þorsteinn E. Arnórsson frá Einingu-Iðju, Friðrik Ólafsson stórmeistari og Áskell Örn Kárason formaður Skákfélags Akureyrar. Friðrik rifjaði m.a. upp kynni sín af Jóni og norðlenskum skákmönnum og færði Skákfélaginu að gjöf skorblað sitt frá keppni Reykvíkingar og Akureyringar að Reykjum í Hrútafirði árið 1950 þegar Friðrik var 15 ára. Þar hafði hann einnig skráð úrslit í öllum skákum í viðureigninni sem lauk með sigri sunnanmanna 9-6.
Lokaumferðir mótsins voru tefldar í gær og stóð Rúnar Sigurpálsson uppi sem sigurvegari, Áskell Örn Kárason varð í öðru sæti og Friðrik Ólafsson í því þriðja.
Auk þeirra Rúnars, Áskels og Friðriks, sem lentu í þremur efstu sætunum, hreppti Sigurður Eiríksson öldungaverðlaun og þeir Guðfinnur Kjartansson og Haki Jóhannesson skiptu með sér verðlaunum í flokki skákmanna undir 1800 stigum.
Mótinu lauk með glæsilegu tertuboði og var slitið af dr. Ingimar Jónssyni, syni Jóns og frumkvöðli að móthaldinu.
Lokastaðan var annars þessi:
Rúnar Sigurpálsson 19,5
Áskell Örn Kárason 18,5
Friðrik Ólafsson (GM) 15,5
Smári Rafn Teitsson 15
Oliver Aron Jóhannesson 14
Sigurður Eiríksson 13,5
Smári Ólafsson 13,5
Jón Kristinn Þorgeirsson 12,5
Sigurður Arnarson 12
Stefán Bergsson 12
Haraldur Haraldsson 12
Þór Valtýsson 11
Ingimar Jónsson 10,5
Guðfinnur Kjartansson 8
Haki Jóhannesson 8
Hjörleifur Halldórsson 7,5
Kristófer Ómarsson 7,5
Símon Þórhallsson 7
Eymundur L. Eymundsson 5
Rúnar Ísleifsson 4,5
Logi Rúnar Jónsson 4
Sindri Snær Kristófersson 0
Fréttin er unnin úr fréttum um mótið sem birtust á vef Skákfélags Akureyrar