Rúmlega 358 milljónir í greiðslur til félagsmanna á síðasta ári

Á síðasta ári fengu félagsmenn Einingar-Iðju greiddar út rúmlega 358 milljónir úr sjóðum félagsins. Um 210,4 milljónir króna úr sjúkrasjóði, um 87,2 milljónir úr orlofssjóði og um 60,5 milljónir úr fræðslusjóði. Árið á undan var upphæðin rúmlega 316 milljónir.

Sjúkrasjóður
Greiðslur úr sjúkrasjóði Einingar-Iðju fóru í fyrsta skipti í sögu félagsins yfir 200 milljónir á síðasta starfsári, en eins og áður segir þá greiddi félagið út um 210,4 milljónir króna úr sjóðnum til félagsmanna. Þetta er hækkun um 41 milljón milli ára, en árið 2020 var upphæðin um 169,3 milljónir. Alls fengu 2.084 félagsmenn greitt á síðasta ári úr sjóðnum. Á árinu 2014 fóru greiðslur úr sjóðnum í fyrsta sinn yfir 100 milljónir.

Dagpeningagreiðslur vega mest í upphæðinni en á síðasta ári fengu félagsmenn greidda rúmlega 167 milljónir króna í dagpeninga miðað við um 132,4 milljónir árið 2020. Dagpeningagreiðslur geta verið vegna eigin veikinda, mjög alvarlega veikinda maka eða langveikra og/eða alvarlegra fatlaðra barna.

Aðrar greiðslur úr sjúkrasjóði námu alls rúmlega 43 milljónum kr. miðað við um 37 milljónir kr. árið áður. Þarna má m.a. nefna greiðslur vegna líkamsræktar, sjúkraþjálfunar og sjúkranudds, viðtöl við sálfræðinga og geðlækna, gleraugnaglerja, heyrnartækja, krabbameinsleitar o.fl.

Fræðslusjóðir
976 félagsmenn, 592 konur og 384 karlar, fengu einstaklingsstyrki úr sjóðunum. Þetta er sami fjöldi og árið áður. Upphæðin sem greidd var hækkaði örlítið milli ára og var kr. 60.524.038.

Hvaða námskeið eða nám er um að ræða?

Íslenska fyrir útlendinga  .....

89

Tungumálanám  .....

9

Framhaldsskóli  .....

185

Háskólanám  .....

309

Tómstundanám  .....

29

Starfstengt nám/námskeið  .....

216

Almenn ökuréttindi  .....

91

Sjálfstyrkingarnámskeið  .....

19

Náms- og kynnisferðir  .....

2

Annað  .....

27

 

Hverjir sóttu námskeiðin?

Almenni markaðurinn  ......

623

Sveitarfélög  ......

327

Ríkið  ......

26

 

Aldursdreifing styrkþega

17-20 ára  .....

102

21-30 ára  .....

484

31-40 ára  .....

212

41-50 ára  .....

92

51-60 ára  .....

58

61-70 ára  .....

28