Á morgun, miðvikudaginn 22. mars, verður fundur um stöðuna á vinnumarkaði – tækifæri, áskoranir og það sem betur má fara. Fundurinn fer fram í Hofi á Akureyri milli kl. 13:00 og 17:00.
Mættu og taktu þátt í fjörugri umræðu um betra samfélag.
Að fundinum standa ASÍ og ASÍ stéttarfélögin í Eyjafirði.
Hér má sjá brot úr síðasta föstudagsþætti á N4, s.s. viðtal við Vilhelm Adolfsson þar sem fjallað er um vinnustaðaeftirlit og fundinn næsta miðvikudag.
Dagskrá:
13:00 – 13:10 Eiður Stefánsson, formaður Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri, opnar málþingið og gerir grein fyrir markmiði þess.
13:10 – 13:30 Vilhelm Adolfsson, verkefnastjóri vinnustaðaeftirlitsins á Norðurlandi, gerir grein fyrir starfinu.
13:30 – 13:50 Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri AFE Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.
13:50 – 14:10 Hrafnhildur Elín Karlsdóttir, hótelstjóri á hótel KEA á Akureyri.
14:10 – 14:30 Gunnhildur Gylfadóttir, formaður BSE, Búnaðarsambands Eyjafjarðar.
14:30 – 14:50 Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska.
14:50 – 15:10 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri: Greining á því hver verkefni samfélagsins eru? Hvað kostar samneyslan og hvað kosta undirboð samfélagið?
15:10 – 15:25 Kaffi
15:25 – 17:00 Pallborð: Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Auk þess munu allir fyrirlesarar taka þátt í pallborði.
Fundarstjóri: Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnun Norðurlandi eystra og Austurlandi.