Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, var á ferð á Akureyri í dag og leit m.a. við á skrifstofu félagsins til að ræða málin og kynna sér starfsemina. Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, segir að það sé alltaf ánægjulegt að fá góða heimsókn, ekki síst þegar ráðherra sem sér um þennan málaflokk, s.s. atvinnumálin, lítur við.
Í lok heimsóknarinnar færði Björn ráðherra bókina „Til starfs og stórra sigra“ – Saga Einingar-Iðju 1906-2004 sem kom út í febrúar á þessu ári.