Launamaður upplýsir launagreiðanda sinn um hvort nota eigi persónuafslátt við útreikning staðgreiðslu og þá hversu hátt hlutfall. Auk þess þarf launamaður að tilgreina í hvaða skattþrepi reikna á skatt hans af, ef ekki í því lægsta. Ef launamaður á uppsafnaðan persónuafslátt eða vill nýta persónuafslátt maka upplýsir hann launagreiðanda um það. Launamaður getur fengið upplýsingar um nýttan persónuafslátt á þjónustusíðu RSK, www.skattur.is. Sé þess óskað getur launamaður sótt þangað yfirlit yfir nýttan persónuafslátt á tekjuárinu til að framvísa hjá launagreiðanda.
Myndband fyrir þá sem eru að byrja að vinna í nýrri vinnu eða nýta persónuafslátt hjá fleiri en einum launagreiðanda.