Orlofshús - rafrænar umsóknir

Í dag, 3. apríl, er síðasti dagur til að sækja um orlofshús og orlofsstyrki fyrir næsta sumar. Það er gert á rafrænan hátt á félagavefnum. Hér fyrir neðan má finna sýnishorn til að auðvelt sé að átta sig á hvað er í boði og skýringarmynd til að auðvelda umsóknarferlið. Hér má finna myndband þar sem sýnt er hvernig sótt er um.

Hægt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða veflykli. Ef þú hefur ekki virkjað rafræn skilríki eða fengið veflykil frá félaginu þá þarftu að sækja um aðgang að vefnum og fá sendan veflykil heim. Þetta gerir þú á félagavefnum.

Ef þú lendir í vandræðum við að senda inn umsókn getur þú fengið aðstoð á skrifstofum félagsins.

Myndin stækkar ef þú smellir á hana!