Rafbæklingur um stjórnun streitu

Í frétt á heimasíðu ASÍ segir að streita og andleg heilsufarsvandamál eru alvarlegustu heilsufarsvandamál hjá um fimmtungi fólks á vinnumarkaði í Evrópu. Streita getur valdið fjarveru frá vinnu, lélegum starfsanda og minni afköstum svo fátt eitt sé nefnt. Nú er búið að gefa út rafbækling sem á að hjálpa fólki að skilja betur streitu og sálfélagslega áhættu og gefa ráð um aðgerðir sem grípa má til, til að leysa vandamálið.

Rafbæklinginn má nálgast hér.