Í aðdraganda kjarasamninga heldur Starfsgreinasambandið þrjár ráðstefnur þar sem farið er yfir kjarasamninga á hverju sviði. Í dag, þriðjudag var komið að samningnum fyrir starfsfólk á veitinga- og gististöðum en fulltrúar verkalýðsfélaga alls staðar af landinu komu saman og rýndu í það sem betur má fara í samningnum. Í hinni ört vaxandi grein ferðaþjónustunnar er þörf á sífelldri endurskoðun. Ný störf hafa orðið til innan geirans frá því samið var síðast og starfsfólki hefur fjölgar ört. Þetta er jafnframt það svið sem verkalýðshreyfingin hefur hvað mestar áhyggjur af vegna undanskota og kjarasamningsbrota. Þess ber merki bæði í rannsóknum á skattskilum og eins berast verkalýðsfélögum fjöldinn allur af athugasemdum eftir sumarvertíðir ferðaþjónustunnar.
Það er því mikilvægt að samningurinn búi til góðan ramma utan um réttindi og skyldur þeirra sem starfa í greininni, en eins þarf að kynna samninginn vel fyrir samningsaðilum. Oft kemur í ljós að kjarasamningsbrot eru afleiðing fákunnáttu um kaup og kjör.
Ráðstefnan um samninginn er ætluð starfsfólki verkalýðsfélaga og stendur hún í tvo daga.