Á vef ASÍ segir að Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, staðfesti í viðtali við Morgunblaðið þann 11. nóvember sl. að ekkert í nýju löggjöfinni um persónuvernd eigi að hafa áhrif á eða hindra upplýsingagjöf til stéttarfélaganna þegar þau leita upplýsinga um launakjör starfsfólks eða aðbúnað enda sé það hlutverk stéttarfélaga að sinna ákveðnu eftirlitshlutverki á vinnumarkaði.
„Það gefur auga leið að eitt af því er að fá vitneskju um hvort farið er að gildandi kjarasamningum. Ný persónuverndarlöggjöf á ekki að hagga við því. Ný löggjöf snýst um aukið öryggi í vinnslu persónuupplýsinga og fræðslu um notkun þeirra, en það á ekki að girða fyrir að upplýsingagjöf sé stöðvuð til þeirra sem fullnægjandi heimildir hafa.“
Þær upplýsingar sem eftirlitsfulltrúar og stéttarfélög kalla eftir eru ráðningasamningar, tímaskriftir, launaseðlar og bankainnlegg til að hægt sé að til að sannreyna eins og kostur er að starfsmenn njóti þeirra starfskjara sem þeim ber samkvæmt gildandi kjarasamningum ofl. án þess að tiltekinn starfsmaður standi þar að baki.
Helga segir jafnframt að löggjöfin eigi að auka réttindi einstaklinga en ekki að búa til umhverfi fyrir atvinnurekendur til að komast hjá því að borga samkvæmt kjarasamningum.