Pacta lögmenn leigja aðstöðu á skrifstofum félagsins í Fjallabyggð og á Dalvík. Þeir verða þar næst með viðveru miðvikudaginn 12. nóvember 2014. Lögfræðingarnir verða á Siglufirði milli kl. 10 og 13 og á Dalvík á milli kl. 14 og 17. Tímapantanir í síma 440 7900. Fyrsta viðtal er frítt.
Ásgeir Örn Jóhannsson mun verða á staðnum fyrir hönd PACTA lögmanna.
Rétt er að minna á samning sem Eining-Iðja er með við PACTA lögmenn. Starfsmönnum félagsins er samkvæmt samningnum heimilt að bjóða félagsmönnum sínum að leita viðtals og ráðgjafar hjá PACTA vegna ágreinings þeirra við vinnuveitendur, innheimtu launakrafna, skaðabótamála eða annarra mála, sem starfsmenn Einingar-Iðju telja rétt að bjóða viðkomandi félagsmanni. Eining-Iðja ber kostnað af þeirri þjónustu sem unnin er fyrir félagsmanninn og ekki fæst greiddur úr hendi vinnuveitanda, þrotabús hans, ábyrgðasjóði launa eða af öðrum aðilum.
Í samningum er einnig kveðið á um að félagsmaður í Einingu Iðju, sem leitar til PACTA án þess að félagið hafi milligöngu þar um, skuli fá 15% afslátt af gildandi gjaldskrá PACTA á hverjum tíma.