Óvænt aukanótt í utanlandsferð

Í dag áttu 45 félagsmenn og makar að fljúga heim til Íslands eftir vel heppnaða ferð til Ítalíu, en vegna verkfalls flugvirkja varð smá breyting á ferðinni. Í stað þess að fljúga til Íslands munu þau fljúga síðar í dag til Kaupmannahafnar, þaðan fara þau yfir til Malmö og gista þar eina nótt. Um miðjan dag á morgun munu þau fljúga til Íslands.

Björn Snæbjörnsson, fararstjóri ferðarinnar, sagði fyrr í morgun að ferðin hefði gengið mjög vel og að allir væru ánægðir þrátt fyrir að ferðaplön hefðu breyst á síðustu stundu.