Óskum eftir þjónustufulltrúa á Dalvík

Freydís, starfsmaður félagsins á Dalvík, hefur ákveðið að breyta til og mun láta af störfum í byrjun desember. Því óskar Eining-Iðja eftir því að ráða einstakling í starf þjónustufulltrúa á skrifstofu sína á Dalvík. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. desember nk. Starfshlutfall er 75% og er vinnutíminn 10 til 16 alla virka daga.

Helstu verkefni:

  • Umsjón með daglegri afgreiðslu á skrifstofu félagsins á Dalvík
  • Símavarsla og móttaka viðskiptavina
  • Skjalavarsla
  • Ræstingar og þrif á skrifstofunni
  • Ýmis tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Reynsla af skrifstofustörfum kostur
  • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Nákvæmni í vinnubrögðum
  • Sjálfstæði í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í talmáli og ritmáli
  • Góð tölvufærni


Umsóknarfrestur er til og með 20. október nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá. Nánari upplýsingar veitir Þóra Pétursdóttir (thora.petursdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.