Öryggisæfing

Í gær fór fram öryggisæfing hjá starfsmönnum félagsins og Byggiðnar sem vinna á skrifstofunni á Akureyri. Tveir starfsmenn frá fyrirtækinu Eldor, sem sérhæfir sig í eldvarnar- og öryggismálum, sáu um æfinguna. Fyrst var farið yfir rýmingaráætlun af skrifstofunni og hún æfð. Síðan var farið yfir eðli elds og notkun handslökkvitækja. Fyrst var góður fyrirlestur um notkun þeirra og farið yfir mismunandi tegundir tækja, t.d. hvaða tæki er best á mismunandi tegundir elds.

Í lok námskeiðs var farið á afvikinn stað og æfð handtökin við að slökkva eld. Eldur var kveiktur í stórri pönnu og allir fengu að prufa að nota handslökkvitæki til að slökkva hann.

Námskeiðið var mjög gott og fróðlegt. Það er nauðsynlegt að kunna réttu handtökin ef eitthvað kemur upp á. Það vissi t.d. enginn í hópnum að það tekur einungis 8 sekúndur að tæma 6 kg. duftslökkvitæki við fulla opnun. Því er betra að nota tækið á réttan hátt.

Nokkrar myndir af æfingunni