Eining-Iðja vill minna félagsmenn á rétt sinn á að fá greidda orlofsuppbót. Þar sem ekki er enn búið að semja við ríki og sveitarfélög um nýja kajarasamninga verður full orlofsuppbót eins í fyrra kr. 48.000. Þegar búið verður að semja þarf svo að greiða uppbót miðað við það sem samið verður um. Full orlofsuppbót árið 2019 á almenna markaðinum er kr. 50.000. Á almenna markaðinum var samið um eingreiðslu sem kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá kr. 26.000. Þeir sem eru á almenna vinnumarkaðinum eiga því að fá greiðslu upp á kr. 76.000 sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.
Orlofsuppbót ársins á því að koma til greiðslu hjá þeim sem starfa á almenna vinnumarkaðinum og sveitarfélögunum í byrjun maí þetta árið, en venjan er að hún komi til greiðslu hjá þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu þann 1. júní, en 1. maí hjá starfsfólki sveitarfélaga.
Þeir sem hafa verið í fullu starfi á orlofsárinu 1. maí 2018 – 30. apríl 2019 eiga rétt á fullri uppbót, en annars greiðist hún í samræmi við starfshlutfall og starfstíma. Orlofsuppbót er föst fjárhæð og reiknast orlof ekki ofan á orlofsuppbótina.
Starfsfólk á almennum vinnumarkaði: Fullt ársstarf telst vera 45 vikur eða meira fyrir utan orlof. Þeir sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum miðað við 30. apríl sl. eða í starfi fyrstu vikuna í maí eiga rétt á uppbót.
Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga: Þeir sem hafa starfað 13 vikur samfellt á orlofsárinu eða eru/voru í starfi til 30. apríl eiga rétt á uppbót.