Orlofsuppbót 2017

Vert er að minna félagsmenn aftur á rétt sinn til að fá greidda orlofsuppbót. Orlofsuppbót á orlofsárinu sem hófst 1. maí 2017 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. hjá þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði eða hjá ríkinu. Þeir sem starfa eftir kjarasamningi SGS við sveitarfélög áttu að fá greidda orlofsuppbót  að upphæð kr. 46.500 þann 1. maí sl.

Orlofsuppbót 2017 er krónur 46.500 miðað við fullt starf skv. öllum kjarasamningum 

Með því að smella á línuna hér fyrir neðan má sjá töflur yfir upphæð orlofsgreiðslu miðað við starfshlutfall og starfstíma.