Orlofshús um páska

Vinsælt er að vera í orlofshúsum um páskana
Vinsælt er að vera í orlofshúsum um páskana

Eins og undanfarin ár þá verða orlofsíbúðir og orlofshús félagsins úthlutað um páskana. Byrjað er að taka við umsóknum og verður hægt að sækja um til fimmtudagsins 14. febrúar og svo verður úthlutað daginn eftir, eftir punktainneign viðkomandi.

Hægt er að sækja um íbúðir í Reykjavík eða á Egilsstöðum og orlofshús í Tjarnargerði, Svignaskarði eða á Illugastöðum.

Það eina sem þarf að gera er að hringja í síma 460 3600, kíkja við á einhverja af skrifstofum félagsins og sækja um eða senda póst á ein@ein.is með upplýsingum hvar menn vilja sækja um, nafn, kennitala og símanúmer. Það er líka gott að fá upplýsingar um fjölda fullorðinna og barna, ef einhver eru. Þá er hægt að raða þeim sem flesta punkta eiga í íbúðir sem henta, því þær eru misstórar.

Hér er hægt að sækja um rafrænt.