Nú er búið að prenta og ganga frá orlofsblaði félagsins og verður það borið út í dag með Dagskránni á öll heimili á svæðinu. Sumir munu reyndar fá blaðið sent til sín með póstinum.
Í blaðinu, sem er 33 síður, er fjallað er um þá orlofsmöguleika sem félagsmönnum standa til boða á árinu 2018, en megináhersla er lögð á að kynna þau orlofshús og orlofsíbúðir sem félagið hefur til umráða og leigu til félagsmanna á komandi sumri. Sem fyrr býður félagið hús og íbúðir af mismunandi stærðum og gerðum, í mismunandi umhverfi og í öllum landshlutum.
Í blaðinu má finna umfjöllun um útgáfuhátíð í Menningarhúsinu HOFI í tilefni af útkomu bókarinnar „Til starfs og stórra sigra“ – Saga Einingar-Iðju 1906-2004.
Félagsmenn eru einnig minntir á réttindi sín varðandi orlof og orlofsuppbót. Þá er sagt frá orlofsferðum ársins, sem eru þrjár.
Blaðið er komið á netið og má lesa það hér.
Þeir sem fá dagskránna inn um lúguna hjá sér í gær en ekki félagsblaðið eiga að hafa samband við Ásprent í síma 4 600 700 og láta vita.