Opinn fundur um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs

Föstudaginn 12. apríl nk. boðar vinnuhópur um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs til opins fundar í nafni Velferðarráðuneytisins, Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA á Akureyri og stendur frá klukkan 13 til 16. Á fundinum verður meðal annars fjallað um það hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta unnið með samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og stuðlað að fjölskylduvænni vinnustað og eða samfélagi.

Dagskrá fundarins

  • 13:15 Fundur settur. 
  • 13:25 Þóra Kristín Þórsdóttir, aðferðafræðingur. 
    • Kynbundin verkskipting á Íslandi. 
  • 13:45 Gyða Margrét Pétursdóttir,aðjúnkt í kynjafræði við Stjórnmálafræðideild HÍ. 
    • Stjórnandinn: Jákvæður með bundið fyrir bæði eða meðvitaður bjartsýnisalki? 
  • 14:10 Erla B. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri SÍMEY. 
    • Hvernig standa má að fræðslu fyrir launþega og atvinnurekendur. 
  • 14:20 Ragnheiður Eyjólfsdóttir MSc nemi í OBTM við HR. 
    • Fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnumarkaði finnst þeim takast að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 
  • 14:40 Baldur G. Jónsson, mannauðsstjóri Landsbankans. 
    • Landsbankinn, - fyrirmyndar vinnustaður. 
  • 14:55 Helga Erlingsdóttir, hjúkrunarforstjóri á Hlíð dvalarheimili aldraðra. 
    • Listin að lifa: Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs. 
  • 15:15 Björn Þorláksson, faðir með meiru. 
    • Kynhlutverkahyggja – ræður hún skörun atvinnu og fjölskyldulífs? Nokkur orð um mun á eldavél og útigrilli. 
  • 15:30 Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrarbæjar. 
    • Akureyri öll lífsins gæði, - hvað getum við gert til að skapa fjölskylduvænna samfélag? 
  • 15:45 Þórður Kristinsson, formaður vinnuhópsins. 
    • Kynnir greinagerð til velferðarráðherra um framkvæmd verkefna og aðgerðir vinnuhóps um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. 
  • 16:00 Fundi slitið.

Fundurinn er skipulagður af vinnuhópi um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar frá Alþýðusambandi Ísland, Samtökum atvinnulífsins, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja,
Bandalagi Háskólamanna, Kvenréttindafélagi Íslands, Kvenfélagasambandi Íslands og Femínistafélagi Íslands.

 

Skráning fer fram á heimasíðu Velferðarráðuneytisins 

Nánari upplýsingar á Jafnréttisstofu, arnfridur@jafnretti.is eða í síma 460 6205

Boðsbréf á fundinn