Opið hús

Aðventudagur stéttarfélaganna í Skipagötu 14 á Akureyri verður haldinn laugardaginn 15. desember nk. Þá ætla stéttarfélögin og VIRK starfsendurhæfingarsjóður að hafa opið hús á skrifstofum sínum. Einnig verður opið hús á skrifstofu félaganna í Fjallabyggð og á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík.
Þarna er gott tækifæri til að forvitnast um félögin og VIRK og fá sér heitt kakó og eitthvað góðgæti.

Opnunartímar:
Dalvík – milli kl. 10 og 12.

  • Dónald Jóhannesson mun spila nokkur lög.

Fjallabyggð – milli kl. 13 og 15.

  • Danni Pétur mun spila nokkur lög.

Akureyri - milli kl. 14 og 17.

  • Kl. 14:30 munu félagar í Karlakór Akureyrar-Geysi og Jónas Þór Jónasson syngja í salnum á 4. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri. 
  • Það er svo aldrei að vita nema ljúfir tónar munu liðast um loftið á skrifstofum félaganna eftir það.
  • Mjög líklegt er að jólasveinar munu reka inn nefið um kl. 16:00

Starfsfólk félaganna og ráðgjafar hjá VIRK vona að félagsmenn muni líta við.