Dreifing launa hér á landi er jöfn í alþjóðlegum samanburði en ójafnari en á Norðurlöndunum, þetta er meðal þess sem er að finna í nýju mánaðaryfirliti stefnumótunar og greiningar. Þar er einnig fjallað um nýja skýrslu IMF um opinber fjármál þar sem sjóðurinn bendir á að lægri vextir hafi gert það að verkum að þjóðir beri hærra skuldahlutfall og að skuldaviðmið sem stuðst var við fyrir heimsfaraldur kunni að vera of takmarkandi. Í yfirlitinu er einnig að finna umfjöllun um þróun verðbólgu, aukna verðbólgu í Evrópu og hækkanir á hrávöruverði.