Nýlega ákvað stjórn félagsins að fjárfesta í nýju orlofshúsi í Svignaskarði í Borgarfirði, en fyrir á félagið eitt hús á svæðinu. Áætlanir gera ráð fyrir að húsið verði tilbúið í nóvember og að það fari í útleigu í lok nóvember eða byrjun desember. Húsið er fullbúið að utan og pallurinn klár, einungis á eftir að vinna í því að innan.
Nýja húsið er 40 cm breiðara en það eldra, að öðru leiti er það svo að segja alveg eins. Húsið er því um 80 fermetrar að stærð með öllum helstu þægindum, stórum palli og að sjálfsögðu verður heitur pottur við húsið. Svefnherbergi eru þrjú, tvö hjónaherbergi og í báðum er tvíbreitt rúm og eitt herbergi með koju á þremur hæðum, neðsta kojan er 120 cm en tvær efri eru eitthvað mjórri. Svefnpláss er fyrir átta manns. Eldhús og stofa eru í sama rýminu.