Í nýju fréttabréfi ASÍ er farið yfir þá erfiðu stöðu sem uppi er á húsnæðismarkaði. Fá eða engin úrræði eru í boði fyrir tekjulágar fjölskyldur og mikið óöryggi ríkir á leigumarkaði. Einnig er sagt frá þeim erindum sem fram fóru á hádegisverðarfundi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars síðastliðinn. Fundurinn bar yfirskriftina „Örugg í vinnunni?“ og var sjónum beint að kynbundinni og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum.
Eðvarð aðhaldsmaður er á sínum stað og á í miklum vandræðum að venju.