Nýtt fréttabréf ASÍ komið út

Í nýútkomnu fréttabréfi ASÍ fer Gylfi, forseti Alþýðusambandsins, yfir þá leiðu stöðu sem öldrunarþjónustan á Íslandi er komin í. Hann bendir á að við stöndum á svipuðum tímamótum og árið 1985, þegar öldrunarþjónustan var vægast sagt á mjög slæmum stað. Einnig bendir Hagdeild ASÍ á að miklar áskoranir blasa við í málefnum aldraðra og efla þurfi þjónustu við þá til muna. 

Þann 12. mars næstkomandi verður Alþýðusambandið 100 ára og hægt er að sjá veglega dagskrá sem fer fram um land allt.

Eðvarð Afturhaldsmaður er á sínum stað og er í mikilli krísu um þessar mundir. 

Fréttabréfið má lesa hér.