Í nýju fréttabréfi ASÍ er bent á að þrátt fyrir stöðugar fréttir af hagsæld í efnahagslífinu þarf að styrkja félagslegt og fjárhagslegt öryggi. Það er ljóst að mikill fjöldi fólks býr við fátækt hér á landi. Einnig kallar ASÍ eftir því að staðið verði við fyrirheit um 50 þúsund króna kostnaðarþak sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Nýr varaforseti ASÍ var kjörinn á dögunum og fulltrúi ASÍ sat fund kvennanefndar Sameinuðu Þjóðanna sem fram fór í New York.