Nýr VIRK fulltrúi ráðinn

Kristín Guðmundsdóttir mun hefja störf 1. október nk.
Kristín Guðmundsdóttir mun hefja störf 1. október nk.

Nýlega auglýsti félagið að laust væri til umsóknar starf ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar og bárust 43 umsóknir um starfið. 

Ráðningarfyrirtæki, ásamt tveimur VIRK fulltrúm úr Reykjavík og fulltrúum frá félaginu, sá um allt ferlið og bauð 10 umsækjendum í viðtöl og komu fimm þeirra svo í framhaldsviðtal. Að lokum var ákveðið að ráða Kristínu Guðmundsdóttur Iðjuþjálfa í starfið. Hún hefur starfað á Kristnesi síðustu 12 ár og mun hefja störf hjá félaginu þann 1. október nk. 

Eining-Iðja býður Kristínu velkomna í starfsmannahópinn.

VIRK
Um er að ræða samvinnuverkefni stéttarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Ráðgjafar VIRK starfa hjá Einingu-Iðju samkvæmt samningi við VIRK. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekanda á vinnumarkaði. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar.