Nýr VIRK fulltrúi hóf störf í dag

Kristín Guðmundsdóttir hóf störf hjá félaginu í dag. Hún var ráðin úr hópi 43 umsækjanda sem sóttu um stöðu ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar. Hún verður með aðsetur á Akureyri og er með netfangið kristin@ein.is 

Eining-Iðja býður Kristínu velkomna til starfa hjá félaginu. 

Á Eyjafjarðarsvæðinu starfa fjórir (fimm út október 2020) ráðgjafar hjá VIRK starfsendurhæfingarsjóði, þær, Elsa sem jafnframt er verkefnastjóri á svæðinu, Helga Þyri, Kristín, Nicole og Svana. Þær eru starfmenn Einingar-Iðju, en starfa fyrir öll stéttarfélög á svæðinu. Þær eru með aðsetur á skrifstofu félagsins á 2. hæð í Alþýðuhúsinu á Akureyri. Ráðgjafar eru með fasta viðveru á skrifstofu Einingar-Iðju á Dalvík á þriðjudögum og á skrifstofu félagsins í Fjallabyggð á miðvikudögum. Eining-Iðja fær endurgreitt frá VIRK allan kostnað vegna starfsmanna félagsins sem eru ráðgjafar á sviði starfsendurhæfingar, þar á meðal vegna launa og húsnæðis. 

VIRK
Um er að ræða samvinnuverkefni stéttarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs. Ráðgjafar VIRK starfa hjá Einingu-Iðju samkvæmt samningi við VIRK. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekanda á vinnumarkaði. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu. VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar. 

Virk ráðgjafar í Eyjafirði