Nýr vinnustaðasamningur við Mjólkursamsöluna

Í gær, 11. apríl, var undirritaður nýr samningur við Mjólkursamsöluna vegna verkafólks og bílstjóra í fjórum aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins: Stéttarfélagi Vesturlands, Bárunnar stéttarfélags, AFLi starfsgreinafélagi og Einingu-Iðju. Samningurinn snertir því þá sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins og eru félagar í SGS.

Margir mismunandi samningar hafa verið í gangi á hverjum stað fyrir sig og hafa staðið yfir viðræður í marga mánuði um að samræma samningana. Það tókst á endanum. Báðum aðalkröfum fulltrúa starfsfólks var mætt, þ.e. að hækka bílstjóra um launaflokka og samræma samninginn. Önnur ákvæði héldust nær óbreytt að innihaldi.

Samningurinn verður kynntur starfsfólki á Selfossi, í Búðardal, á Egilsstöðum og á Akureyri þann 19. apríl nk. og verður kosið um hann samdægurs. Atkvæði verða talin uppúr einum sameiginlegum potti þann 21. apríl.

Á myndinni, sem fengin er af vef SGS, má sjá Ingu Guðrúnu Birgisdóttur mannauðsstjóra MS, Ara Edwald forstjóra MS, Björn Inga Sveinsson trúnaðarmaðnn á Selfossi og Sigurð Svein Ingólfsson trúnaðarmann á Akureyri undirrita samninginn.