Nýr vefur Einingar-Iðju í loftið


Í dag var heimasíða Einingar-Iðju opnuð í nýrri og endurbættri mynd. Ýmsar breytingar voru gerðar á vefnum sem miða að því að einfalda hann og bæta þjónustu við félagsmen og alla þá sem eiga erindi við félagið. Lögð er áhersla á að upplýsingar á nýja vefnum séu sem aðgengilegastar og settar fram á greinargóðan hátt.

Á vefnum má m.a. nálgast gagnlegar upplýsingar um félagið, kjaramál, fræðslumál og réttindi launafólks. Áfram verður lagt mikið upp úr að hafa síðuna lifandi með fréttum. Sem áður verður hægt að skrá sig á póstlista og fá þannig nýjustu fréttir sem á hana koma beint í æð.

Gerð vefsins var í höndum Stefnu og er hann keyrður á nýjustu útgáfu vefumsjónarkerfisins Moya, sem er einfalt og með mjög notendavænt viðmót. Stefna sá um vefhönnun, viðmótsforritun og er jafnframt vistunaraðili vefsins. Vefumsjónarkerfið Moya er í stöðugri þróun og nýjustu viðbæturnar sem eru eyðublaðakerfi og ný leitarvél eru bara til þess fallin að gera kerfið öflugra og þjálla í notkun, auka notendagildi og sjálfstæði notenda sem og bæta öfluga þjónustu Stefnu enn meir .

Allar ábendingar og athugasemdir varðandi vefinn eru vel þegnar og skulu sendar á netfangið asgrimur@ein.is.