Í gær fór fram aðalfundur svæðisráðs Fjallabyggðar þar sem var kosinn nýr svæðisfulltrúi sameinaðs svæðisráðs og varamann hans. Nýr varasvæðisfulltrúi var kjörinn á fundinum, en Sigrún Agnarsdóttir sem gegnt hefur starfinu bauð sig ekki fram og þakkar félagið henni góð störf í þágu félagsins. Þorvaldur Hreinsson bauð sig einn fram í embættið og var hann kjörin með lófaklappi. Margrét Jónsdóttir svæðisfulltrúi var endurkjörin með lófaklappi.
Svæðisfulltrúar sitja í aðalstjórn félagsins fyrir hönd síns svæðis og eru varamenn sjálfkjörnir í trúnaðarráð.
Á fundinum fór Björn formaður einnig yfir stöðuna sem uppi er í kjaraviðræðum og jafnframt fór hann aðeins yfir niðurstöður nýlegrar kjarakönnunar félagsins.