Nýr varaformaður í Matvæla- og þjónustudeild

Í gær, 2. febrúar, fór fram aðalfundur Matvæla- og þjónustudeildar félagsins. Í byrjun fundar flutti Tryggvi Jóhannsson, formaður deildarinnar, skýrslu stjórnar, og að því loknu var gengið til kosninga um stjórnarmenn deildarinnar. Kjósa þurfti um fimm af níu stjórnarmönnum deildarinnar. Kosið var til tveggja ára um varaformann og þrjá meðstjórnendur. Einnig þurfti að kjósa um einn meðstjórnanda til eins árs.

Úr stjórn áttu að ganga Sólveig Auður Þorsteinsdóttir varaformaður, og meðstjórnendurnir Börkur Þór Björgvinsson, Guðmundur Guðmundsson og Sveinbjörn Kroyer Guðmundsson.

Sólveig Auður og Guðmundur voru búin að ákveða að gefa ekki kost á sér áfram í stjórn deildarinnar. Bethsaida Rún Arnarson gaf kost á sér í embætti varaformanns og Börkur Þór og Sveinbjörn Kroyer gáfu kost á sér áfram sem meðstjórnendur. Elsa Hrönn Grey Auðunsdóttir gaf einnig kost á sér sem meðstjórnandi. Íris Eva baðst lausnar frá stjórnarsetu og því þurfti að kjósa einn meðstjórnanda til eins árs og bauð Gabríel Sólon Sonjuson sig fram í embættið. Engin mótframboð bárust og því voru þau sjálfkjörin.

Fyrir í stjórn til aðalfundar 2023 eru Tryggvi Jóhannsson formaður, Sigríður Jósepsdóttir ritari og meðstjórnendurnir Anna Guðrún Ásgeirsdóttir og Steinþór Berg Lúthersson

Formenn og varaformenn deilda sitja í aðalstjórn félagsins.

Hér fyrir neðan má sjá hverjir eru í stjórn deildarinnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Til aðalfundar 2023

Formaður: Tryggvi Jóhannsson, Þrif og ræstivörur
Ritari: Sigríður Jósepsdóttir, Samherji Dalvík
Meðstjórnandi:           Anna Guðrún Ásgeirsdóttir, MS-Akureyri
Meðstjórnandi: Steinþór Berg Lúthersson, ÚA
Meðstjórnandi: Gabríel Sólon Sonjuson , Kjarnafæði/Norðlenska


Til aðalfundar 2024

Varaformaður: Bethsaida Rún Arnarson. ÚA
Meðstjórnandi: Börkur Þór Björgvinsson, Fabrikan/Black Box
Meðstjórnandi:           Elsa Hrönn Grey Auðunsdóttir, Bautinn
Meðstjórnandi: Sveinbjörn Kroyer Guðmundsson, Coca-cola