Dalrós J. Halldórsdóttir hóf störf hjá félaginu í gær. Hún var ráðin úr hópi 32 einstaklinga sem sóttu um starf sem ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar. Dalrós hefur undanfarin 7 ár starfað sem félagsráðgjafi hjá Fjölskyldudeild Akureyrar. Með þessari ráðningu verða starfsmenn félagins sem vinna sem ráðgjafar hjá VIRK Starfsendurhæfingarsjóði fyrir öll stéttarfélögin í Eyjafirði ennþá fjórir í þremur og hálfu stöðugildi Því Bjarki Þór Baldvinsson lætur af störfum í lok vikunnar þar sem hann er að flytja til Bandaríkjanna.
Eining-Iðja fær endurgreitt frá VIRK allan kostnað vegna þessara starfsmanna, þar á meðal vegna launa og húsnæðis. Ráðgjafar sjóðsins starfa fyrir öll stéttarfélög í Eyjafirði.