Arnór Sigmarsson hóf störf hjá félaginu í dag. Hann var ráðinn úr hópi 17 umsækjanda sem sóttu um stöðu lögfræðings hjá félaginu. Hann verður með aðsetur á Akureyri og er með netfangið arnor@ein.is
Arnór er með BA og ML gráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri auk diplómagráðu á meistarastigi í heimskautarétti frá sama skóla. Hann hefur meðal annars starfað hjá Vinnumálastofnun á Norðurlandi eystra og á höfuðborgarsvæðinu, Ísafjarðabæ, Sýslumanninum á Akureyri og SÍMEY.
Eining-Iðja býður Arnór velkominn til starfa hjá félaginu.
Takk fyrir samstarfið Hafdís
Nú um mánaðamótin lét Hafdís E. Ásbjarnardóttir af störfum fyrir félagið, en hún hefur starfað sem lögfræðingur og þjónustufulltrúi hjá Einingu-Iðju síðan 1. apríl 2016. Af tilefninu var henni færð blóm og þakkað gott samstarf á undanförnum árum.