Í gær var skrifað undir nýjan samning á milli Einingar-Iðju og Iðnaðarsafnsins á Akureyri um að félagið styrki safnið með framlagi næstu þrjú árin, en um næstu áramót rennur út samstarfssamningur sem gerður var árið 2016. Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, og Jóna Sigurlaug Friðriksdóttir, safnstjóri Iðnaðarsafnsins, skrifuðu undir samninginn.
Á Iðnaðarsafninu má sjá grunninn af því sem félagsmenn hafa verið að vinna við á síðustu áratugum og segir Björn því nauðsynlegt að halda í þá sögu sem gert er með frábærum hætti á Iðnaðarsafninu.