Samningurinn felur í sér breytingar á launaliðum og lífeyrisréttindum svo:
2016: Í stað 5,5% launaþróunartryggingar kemur 6,2% almenn launahækkun, að lágmarki kr. 15.000 á mánuði. Launahækkunin kemur til framkvæmda 1. janúar 2016 í stað 1. maí 2016. Hafi launagreiðandi framkvæmt almenna hækkun launa gagnvart þorra starfsmanna á tímabilinu 2. maí 2015 til 31., desember 2015 er heimilt að draga hana frá hækkuninni. Þó skal enginn starfsmaður fá minna en 6,2% launahækkun á tímabilinu 2. maí til 31. desember, að lágmarki kr. 15.000 á mánuði.
2017: Í stað 3% almennrar launahækkunar 1. maí 2017 kemur 4,5% almenn launahækkun
2018: Í stað 2% almennrar launahækkunar 1. maí 2018 kemur 3% almenn launahækkun
Lífeyrisréttindi:
Framlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð hækkar og verður eftirfarandi:
2016: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júní 2016 um 0,5% stig og verður 8,5%
2017: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júní 2017 um 1,5% stig og verður 10%
2018: Framlag atvinnurekenda hækkar 1. júní 2018 um 1,5% stig og verður 11,5%.
Aukning mótframlags í lífeyrissjóðin skilar aukinni réttindaávinnslu þannig að einstaklingur sem greiðir í lífeyrissjóð skv. þessu alla starfsævina getur vænst þess að fá um 76% af meðaltali ævitekna úr lífeyrissjóði í stað 56% áður. Örorkubætur og barna- go fjölskyldulífeyrir hækka í sama hlutfalli. Tryggt verður að einstaklingur geti valið að verja a.m.k. hluta af hækkun iðgjaldsins í bundna séreign.
Samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna aðildarfélaga ASÍ, upplýsingar um atkvæðagreiðsluna verða kynntar á næstu dögum.
Samninginn í heild sinni má nálgast hér.
Fréttatilkynning ASÍ vegna samningsins.