Þessi frétt eða fróðleikur er af kynningarvefnum betrivinnutimi.is þar sem farið er yfir mögulegar útfærslur á styttingu vinnutíma dagvinnufólks og þær breytingar sem verða á vinnufyrirkomulagi vaktavinnufólks hjá ríki og sveitarfélögum.
Nýr og endurbættur vaktareiknir hefur verið gefinn út.
Vaktareiknirinn gefur vaktavinnufólki kost á að fá glögga mynd af áhrifum kerfisbreytinga í vaktavinnu sem taka gildi 1. maí 2021 á vinnumagn og laun útfrá fyrirliggjandi forsendum hvers og eins.
Í fyrsta skrefi er slegið inn það starfshlutfall sem starfsfólk verður í frá 1. maí 2021 ásamt vöktum sem ná yfir eitt launatímabil / einn mánuð.
Nokkur atriðið sem hafa ber í huga við notkun vaktareiknisins þannig að hann gefi sem besta mynd af áhrifum kerfisbreytinganna á laun eru:
Í skrefi tvö þarft þú að velja stéttarfélag, launagreiðanda, launaflokk og þrep (sjá launaseðil).
Þegar það hefur verið valið birtist niðurstöðutafla sem sýnir launamyndun og vinnumagn m.v. þær forsendur sem voru settar inn í fyrri glugga þ.e. starfshlutfall og vaktaskipulag starfsmanns.
Vaktareiknirinn gefur þannig glögga mynd af bæði vinnumagni og launum starfsfólks eftir 1. maí 2021, þegar kerfisbreytingin hefur tekið gildi.
Ath. niðurstaðan sýnir eingöngu þá þætti í launaforsendum sem hafa með kerfisbreytinguna að gera. Aðrar launaforsendur sem starfsfólk kann að búa yfir kunna að haldast óbreyttar eða breytast á öðrum forsendum en vegna vinnutímabreytinga.