Á aðalfundinum sem fram fór sl. fimmtudag fjölgaði um einn stjórnarmann í aðalstjórn félagsins, en á aðalfundinum 2017 var samþykkt að breyta uppbyggingu stjórnar þannig að bætt yrði við einum meðstjórnanda frá og með aðalfundi 2018. Nýr í stjórn sem meðstjórnandi kom Sigurpáll Gunnarsson. Hann er fæddur árið 1996 og er því yngsti einstaklingurinn frá upphafi til að taka sæti í stjórn félagsins.
Björn Snæbjörnsson, formaður félagsins, sagði m.a. þegar hann flutti skýrslu stjórnar á aðalfundinum að þar sem ekki bárust tillögur eða listar annar en frá trúnaðarráði og teljast þeir félagsmenn sem trúnaðarráð hefur gert tillögu um sjálfkjörnir. „Anna Júlíusdóttir mun því áfram verða varaformaður félagsins. Nýr í stjórn sem meðstjórnandi kemur Sigurpáll Gunnarsson, sem fæddur er árið 1996 og mun því verða yngsti einstaklingurinn frá upphafi til að taka sæti í stjórn félagsins. 35 af trúnaðarmönnum félagsins er 35 ára eða yngri, það er frábært að við fáum inn svona ungan stjórnarmann og við eigum hóp af mjög áhugasömu ungu fólki sem er á fullu í félagsstarfinu.
Það er ekki erfitt að koma og taka þátt í okkar félagsstarfi það er nefnilega þannig að menn sem hafa áhuga eru gripnir til starfa sem trúnaðarmenn eða settir í ráð og nefndir. 27 breytingar urðu í trúnaðarráðinu frá síðasta ári og megnið af þeim sem komu inn eru undir 35 ára aldri. Það hefur yfirleitt alltaf gengið vel að fá fólkið okkar til að vinna fyrir félagið."