Nýir kauptaxtar fyrir starfsfólk ríkis og sveitarfélaga

í dag, 1. júní, taka gildi nýir kauptaxtar hjá félagsmönnum sem starfa hjá ríki og einnig hjá þeim sem starfa hjá sveitarfélögunum. Þessa nýju kauptaxta má finna hér fyrir neðan á pdf-formi.

Gildistími kauptaxtanna er frá 1. júní 2017 til 31. maí 2018. Samkvæmt nýjum kauptöxtum hækka mánaðarlaun um 2,5% hjá sveitarfélögunum og 1,7% vegna jöfnunar á bilum milli launaflokka í launatöflu. Hjá ríkinu hækka laun um 4,5%.