Nýir kauptaxtar

Þann 1. júní nk. taka gildi nýir kauptaxtar hjá félagsmönnum sem starfa hjá ríki og einnig hjá þeim sem starfa hjá sveitarfélögunum. Þessa nýju kauptaxta má finna á heimasíðunni á pdf-formi.

Starfsfólk sveitarfélaga:

  • Þann 1. júní hækka laun um 2%.
  • Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 4 mánaða starf skal vera 300.000 frá 1. júní 2018.
  • Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1. maí, miðað við fullt starf.
  • Starfsmenn fá 113.000 kr. í desemberuppbót þann 1. desember, miðað við fullt starf.

Starfsfólk ríkisins:

  • Þann 1. júní hækka laun um 3%.
  • Lágmarkslaun fyrir fullt starf, 18 ára og eldri eftir 4 mánaða starf skal vera 300.000 frá 1. júní 2018.
  • Starfsmenn fá 48.000 kr. í orlofsuppbót 1. júní, miðað við fullt starf.
  • Starfsmenn fá 89.000 kr. í desemberuppbót þann 1. desember, miðað við fullt starf.