Á 6. þingi ASÍ-UNG sem haldið var föstudaginn 11. september var kjörin ný stjórn. Vegna samkomutakmarkana var ákveðið að hafa þingið rafrænt og fresta allri málefnavinnu fram á veturinn.
Öll aðildarfélög ASÍ geta sent fulltrúa, einn aðalmann, einn varamann og aukafulltrúa á þingið, ásamt því hefur fráfarandi stjórn rétt til setu. Þingið sátu alls 30 fulltrúar, ásamt 8 starfsmönnum ASÍ og einum gesti. Fundarstjóri var Róbert Farestveit, hagfræðingur hjá ASÍ og fundarritari Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ.
Nýja stjórn skipa:
Alma Pálmadóttir, Efling-Stéttarfélag
Aron Máni Nindel Haraldsson, Félag tæknifólks í rafiðnaði
Ástþór Jón Tryggvason, Verkalýðsfélag Suðurlands
Guðmundur Hermann Salbergsson, VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna
Gundega Jaunlinina, Verkalýðsfélagið Hlíf
Hulda Björnsdóttir, FVSA
Lilja Hrönn Gunnarsdóttir, VR
Magdalena Samsonowicz, Efling-Stéttarfélag
Þorvarður Bergmann Kjartansson, VR
Varastjórn:
Birkir Snær Guðjónsson, AFL Starfsgreinafélag
Elín Ósk Sigurðardóttir, Stéttarfélag Vesturlands
Inga Fanney Rúnarsdóttir, Verkalýðsfélag Grindavíkur