Í vikunni var gengið frá kaupum á nýrri sjúkraíbúð í Reykjavík, en stjórn félagsins ákvað sl. haust að hætta að leigja íbúð sem félagið hefur verið með undanfarin ár á Rauðarárstíg og kaupa frekar aðra íbúð í staðin.
Nýja íbúðin er í Sóltúni 30 en í húsinu á félagið fyrir eina sjúkraíbúð á 3.hæð, nýja íbúðin er á 2. hæð. Íbúðin er þriggja herbergja, 85 fermetrar að stærð.
Félagið fær íbúðina afhenta í síðasta lagi 15. maí, en fyrirhugað er að taka hana í notkun í júní þar sem ákveðið var t.d. að endurnýja baðherbergi hennar með tilliti til fatlaðra, skipta um eldhúsinnréttingu og mála hana alla.