Ný hagspá ASÍ 2015-2017

Hagdeild ASÍ kynnti í dag nýja hagspá fyrir næstu tvö ár. Samkvæmt henni eru ágætar horfur í íslensku efnahagslífi. Gert er ráð fyrir góðum hagvexti næstu tvö árin. Hagvöxturinn verður drifinn áfram af vexti þjóðarútgjalda, þar sem einkaneysla og fjárfestingar vaxa mikið og gangi spáin eftir fara fjárfestingar yfir 20% af landsframleiðslu á spátímanum.

Sjö árum eftir hrun fjármálakerfisins erum við því um margt í góðri stöðu en áhyggjuefnin eru gamalkunn; versnandi verðbólguhorfur og háir vextir. Skýringarnar eru líka gamalkunnar, lausung i hagstjórn og spenna á vinnumarkaði.

Horfur í efnahagsmálum 2015-2017