Enn eru nokkur sæti laus á námskeið sem félagið stendur fyrir á næstunni. Um er að ræða námskeið í jólastjörnugerð sem haldið verður á Akureyri og í Fjallabyggð og einnig á námskeiðið Jákvæð og styðjandi foreldrafærni. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við félagið sem fyrst.
Jólastjörnugerð
Nýlega auglýsti félagið þrjú námskeið í jólastjörnugerð, tvö á Akureyri og eitt í Fjallabyggð. Nú er annað námskeiðið á Akureyri orðið fullt en nokkur sæti eru enn laus á hin tvö. Áhugasamir geta haft samband við félagið, en skráning fer fram á skrifstofum Einingar-Iðju og í síma 460 3600.
Námskeiðin á Akureyri verða í sal félagsins, Skipagötu 14.
Hámarksfjöldi á hvert námskeið: 12
ATH! Það þarf helst að koma með límbyssu og skæri
Ekkert námskeiðsgjald, en efniskostnaður verður um kr, 500
Leiðbeinandi verður Linda Óladóttir
Námskeiðið er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 til 12 ára og er hugsað til að fyrirbyggja vanda og kenna nýjar leiðir í foreldrahlutverkinu.
Hvenær: 24. og 25. nóvember milli kl. 17:00 og 19:30 í SÍMEY, Þórsstíg 4 Akureyri.
Ekkert námskeiðsgjald
Hámarksfjöldi: 20
Leiðbeinandi: Dalrós Halldórsdóttir, félagsráðgjafi
Skráning á skrifstofum Einingar-Iðju sem fyrst og í síma 460 3600, á venjulegum opnunartíma.