Nokkur sæti enn laus á námskeið

Enn eru nokkur sæti laus á námskeið sem félagið stendur fyrir á næstunni. Um er að ræða námskeið í jólastjörnugerð sem haldið verður  á Akureyri og í Fjallabyggð og einnig á námskeiðið Jákvæð og styðjandi foreldrafærni. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við félagið sem fyrst.

Jólastjörnugerð
Nýlega auglýsti félagið þrjú námskeið í jólastjörnugerð, tvö á Akureyri og eitt í Fjallabyggð. Nú er annað námskeiðið á Akureyri orðið fullt en nokkur sæti eru enn laus á hin tvö. Áhugasamir geta haft samband við félagið, en skráning fer fram á skrifstofum Einingar-Iðju og í síma 460 3600.

Námskeiðin á Akureyri verða í sal félagsins, Skipagötu 14.

  • Þriðjudaginn 17. nóvember kl. 19 FULLBÓKAÐ
  • Fimmtudginn 19. nóvember kl. 19
Námskeiðið í Fjallabyggð verður í sal félagsins, Eyrargötu 24b Siglufirði
  • Miðvikudaginn 18. nóvember kl. 19

Hámarksfjöldi á hvert námskeið: 12

ATH! Það þarf helst að koma með límbyssu og skæri

Ekkert námskeiðsgjald, en efniskostnaður verður um kr, 500

Leiðbeinandi verður Linda Óladóttir

 

Jákvæð og styðjandi foreldrafærni
Námskeiðið er hugsað fyrir félagsmenn sem vilja efla foreldrafærni sína með jákvæðum og styðjandi aðferðum. Farið verður yfir þættina skýr fyrirmæli, virka hlustun og hvatningu ásamt því að setja börnum reglur og viðeigandi mörk.

Námskeiðið er ætlað foreldrum barna á aldrinum 3 til 12 ára og er hugsað til að fyrirbyggja vanda og kenna nýjar leiðir í foreldrahlutverkinu.

Hvenær: 24. og 25. nóvember milli kl. 17:00 og 19:30 í SÍMEY, Þórsstíg 4 Akureyri.

Ekkert námskeiðsgjald

Hámarksfjöldi: 20

Leiðbeinandi: Dalrós Halldórsdóttir, félagsráðgjafi

 

Skráning á skrifstofum Einingar-Iðju sem fyrst og í síma 460 3600, á venjulegum opnunartíma.